Fasteignafélagið Heimar og Smáralind hafa skrifað undir samning við þrettán veitingaaðila um opnun veitingastaða á nýju veitingasvæði í austurenda Smáralindar sem opnar í haust, að því er kemur fram í tilkynningu.

Af þeim þrettán veitingastöðum sem opna á nýja veitingasvæðinu eru tíu nýir í Smáralind og nokkrir sem hingað til hafa aðeins verið í miðbæ Reykjavíkur. Þá kemur veitingastaðurinn Hjá Höllu, sem margir þekkja frá Grindavik og flugstöðinni, auk tveggja alveg nýrra veitingastaða.

Veitingastaðirnir sem verða hluti af nýja veitingasvæðinu í Smáralind eru: Djúsí Sushi, Funky Bhangra, La Trattoria, Hjá Höllu, Fuego, Neo pizza, Yuzu borgarar, Gelato ís, Sbarro, Serrano, Subway, Top wings og 5 Spice by XO.

„Við höfum fengið til liðs við okkur farsælustu veitingaaðila landsins til að sjá um matarupplifunina á þessu nýja svæði í Smáralind. Svæðið sjálft er hannað af Javier Bootello og hans fólki hjá Basalt arkitektum og hugsunin er að þarna geti fólk komið saman, notið góðs matar og átt huggulega stund í fallegu umhverfi hvort sem það er í hádeginu eða á kvöldin,” segir Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Heimum.

Búist er við að framkvæmdum ljúki á næstu vikum og að hægt verði að opna nýju veitingastaðina um mánaðarmótin október/nóvember.

Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson, eigendur Funky Bhangra ásamt Barböru Rut Bergþórsdóttur og Rúnari Hermannssyni Bridde frá útleigusviði Heima
© Anton Bjarni (Anton Bjarni)
Bergdís Örlygsdóttir og Daniel Kavanagh frá Djúsí Sushi ásamt Barböru Rut Bergþórsdóttur og Rúnari Hermannssyni Bridde frá útleigusviði Heima
Halla María Svansdóttir og Sigurpáll Jóhannsson, eigendur Hjá Höllu ásamt Baldri Má Helgasyni, Barböru Rut Bergþórsdóttur og Rúnari Hermannssyni Bridde
Aldona, gæðastjóri Serrano, og Barbara Rut Bergþórsdóttir frá útleigusviði Heima.
Jósef Halldór Þorgeirsson, einn af eigendum La Trattoria, Yesmine Olsson, eigandi Funky Bhangra, og Þórunn Birna Úlfarsdóttir markaðsfulltrúi hjá Heimum.
Skálað var fyrir góðu samstarfi og spennandi tímum framundan
Haukur Már Hauksson, einn af eigendum Yuzu, og Elvar Már Torfason, annar eigandi Top wings og 5 spice by XO.