Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tilkynnt stjórn félagsins um afsögn sína. Þetta gerði hún í langri færslu á Facebook í gærkvöldi. Ástæða afsagnarinnar vantraustsyfirlýsing, sem trúnaðarmenn á skrifstofu Eflingar samþykktu og send var á stjórnendur stéttarfélagsins. Í bréfinu er Sólveig Anna sökuð um grafalvarleg kjarasamningsbrot gegn starfsfólki á borð við fyrirvaralausar uppsagnir. Þá er í bréfinu fullyrt að hún haldi svokallaðan „aftökulista".
Greint er frá því í Kjarnanum að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, muni fylgja Sólveigu Önnur og afhenta uppsagnarbréf í dag. Sólveig Anna var kjörinn formaður Eflingar í mars árið 2018 og endurkjörin árið 2020. Viðar hefur starfað sem framkvæmdastjóri síðan vorið 2018.
Færsla Sólveigar Önnu: