Donald Trump Bandaríkjaforseti var í viðtali hjá Fox News um tvöleytið í dag. Hann sagði þar að Úkraínumenn verði að sætta sig við að þeir fái ekki aftur landsvæði sem Rússar hafa hernumið. Enn sé þó hægt að semja um frið.

„Þetta er stríð og Rússland er máttugt herveldi, þið vitið. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr er þetta voldug þjóð.“

Þetta er mun stærri þjóð,“ sagði Trump og sagði svo.

„Þú hjólar ekki í ríki sem er tíu sinnum stærra en þú.“

„Það geta allir verið voða krúttlegir og svoleiðis, en þú veist. Úkraína fær líf sitt til baka.“

„Þeir fá það í gegn að landsmenn þeirra verða ekki lengur drepnir um landið vítt og þeir tryggja sér mikið landsvæði.“

Forsetinn sgaði einnig að hann ætli ekki að senda bandaríska hermenn til að sinna friðargæslu í Úkraínu ef samningar nást um frið.

Hér er viðtalið á Fox sem tekið birt rétt fyrir 10 á austurstrandartíma, eða tvö á íslenskum tíma.