Byggingavöruverslunin Bauhaus hagnaðist um 212 milljónir króna í fyrra samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Þetta er töluvert minni hagnaður en árið 2023 en þá nam hann 375 milljónum.
„Afkoman árið 2024 heldur áfram að einkennist að vera undir miklum áhrifum af alþjóðlegri verðbólgu- og vaxtaþróun sem hefur áhrif á framlegð okkar og heildarafkomu,“ segir skýrslu stjórnar. „Að auki hefur samkeppnisumhverfið á íslenskum markaði orðið sífellt viðkvæmara fyrir verði, sem hefur neikvæð áhrif á framlegðarþróun.
Þrátt fyrir áskoranir á innanlendum og alþjóðlegum mörkuðum, verðbólgu og gengissveiflur, erum við að skila traustri niðurstöðu á árinu.“
Velta Bauhaus jókst á milli ára úr 4,6 milljörðum árið 2023 í 5,1 milljarð í fyrra. Aukninguna má að hluta rekja til þess að síðasta ár var fyrsta heila rekstarár vefverslunar Bahaus.
Eigið fé Bauhaus nam 1,6 milljarði í lok árs 2024 samanborið við tæplega 1,4 milljarð ári áður. Eignir félagsins voru metnar á 3,2 milljarða um síðustu áramót samanborið við 2,9 milljarða í lok árs 2023.