Breska farsímafyrirtækið Virgin Media O2 hefur tilkynnt að það muni segja upp tæplega 2.000 starfsmönnum, eða 12% af heildarvinnuafli sínu, fyrir lok þessa árs. Samhliða því mun fyrirtækið losa sig við 800 stöðugildi en búið var að tilkynna það fyrr á árinu.
Símafyrirtækin BT og Vodafone tilkynntu í maí að þau myndu einnig segja upp starfsfólki.
BT, sem er ein stærsta farsímaveita Bretlands, segir að það mun leggja niður 55.000 stöðugildi fyrir lok áratugarins og allt að fimmtungur þessara starfa verði skipt út fyrir gervigreind.

Vodafone tilkynnti einnig að 11.000 starfsmönnum verði sagt upp á næstu þremur árum.
Virgin Media O2 varð til árið 2021 í samruna O2 og Virgin Media en happuppsögnin tengist að hluta til þeim samruna.
„Á meðan við erum að breytast sem fyrirtæki leitumst við að tillögum til að einfalda rekstrarlíkanið okkar og skila betri vöru til viðskiptavina okkar, sem þýðir fækkun á stöðugildum,“ segir talsmaður Virgin Media O2.