Þórður Þorkelsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, var launa­hæsti læknir landsins í fyrra með tæplega 6,6 milljónir í tekjur á mánuði miðað við greitt útsvar. Þórður var einnig á toppi listans í fyrra en þá námu tekjurnar 11,5 milljónum.

Næstur á eftir Þórði er Sigurjón Kristinsson, heimilislæknir á Heilsugæslunni í Grafarvogi. Var hann með 6,3 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra. Jón H. H. Sen skurðlæknir var með tæplega 5,5 milljónir, Ásbjörn Jónsson röntgenlæknir var með 5,3 milljónir og Ágúst Oddsson heimilislæknir var með 5,2 milljónir.

Meðaltekjur fimmtíu tekjuhæstu læknanna námu rétt tæplega 4 milljónum króna á mánuði.

Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.