Átta áhrifavaldar voru með yfir milljón krónur á mánuði í laun samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í gær en Sunneva Eir Einarsdóttir var hæst á listanum með 1.741 milljón.
Eva Ruza Miljevic, sem var efst á listanum í fyrra með 1,5 milljónir á mánuði, var í öðru sæti í ár með 1.467 milljónir.
Hátt í 66 áhrifavaldar voru á listanum í ár og voru meðallaun þeirra 620 þúsund krónur. Hinir sex áhrifavaldarnir sem náðu yfir milljón voru þá Birgitta Líf Björnsdóttir, Páll Orri Pálsson, Reynir Bergmann Reynisson, Ólafur Jóhann Steinsson, Pálína Axelsdóttir Njarðvík og Brynjólfur Löve Mogenssen.
Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður Karlmennskunnar, var til að mynda með 393 þúsund og þénaði Onlyfans-stjarnan Ósk Tryggvadóttir 391 þúsund krónur.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.