Daði Hafþórsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, var tekjuhæsti fasteignasalinn árið 2024 en miðað við greitt útsvar námu tekjur hans tæplega 2,4 milljónum króna á mánuði. Hann var í þriðja sæti yfir tekjuhæstu fasteignasalana árið 2023.
Næst launahæsti fasteignasalinn var Ingibjörg Þórðardóttir hjá fasteignasölunni Híbýli en hún var með ríflega 2 milljónir á mánuði
Í þriðja sæti er Helgi Jón Harðarson, sölustjóri og meigandi fasteignasölunnar Hraunhamar, með ríflega 1,9 milljónir á mánuði en hann var tekjuhæsti fasteignasalinn árið 2023.
Styrmir Bjartur Karlsson, fasteignasali og framkvæmdastjóri Croisette Home, og Arnar Birgirsson, framkvæmdastjóri og eigandi Eignavers, voru þá með tæplega 1,9 milljónir hvor.
Hannes Steindórsson, fasteignasali hjá Lind, var í fyrsta sæti yfir launahæstu fasteignasalanna árið 2022 og í öðru sæti árið 2023. Hann var tíundi tekjuhæsti fasteignasalinn í fyrra með rúmlega 1,5 milljónir á mánuði.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.