Laun tekjuhæstu einstaklinganna í flokki sjómanna og útgerðarmanna í nýútgefnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar, sem nær yfir tölur á árinu 2024, voru umtalsvert lægri heldur en á fyrra ári.

Meðallaun tíu launahæstu sjó- og útgerðarmanna landsins námu 4,7 milljónum króna í fyrra. Til samanburðar voru meðallaun tíu efstu á listanum ári áður 7,8 milljónir króna (leiðrétt fyrir einum útlaga).

Sé horft til efstu 50 á listanum og þá voru meðallaun tekjuhæstu einstaklinganna 3,52 milljónir króna á árinu 2024 en 5,15 milljónir króna á árinu 2023.

Þrír tekjuhæstu einstaklingarnir á listanum voru með yfir 5 milljónir króna í mánaðarlaun á árinu 2024.

Sigurður V Jóhannesson, stýrimaður í Neskaupsstað, er efstur á listanum með 5,19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Þar á eftir kemur Tómas Kárason, skipstjóri á Belti NK með 5,06 milljónir og Jónas Henningsson, stýrimaður á Stokkseyri með 5,0 milljónir.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Vegna út­gáfu Tekju­blaðsins er nauð­syn­legt að árétta að um er að ræða útsvars­skyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endur­spegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur auka­störf og hlunnindi vegna kaupréttar­samninga. Miðað er við útsvars­stofn sam­kvæmt álagningar­skrá. Í tölunum eru ekki fjár­magns­tekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hluta­bréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið ein­skiptis­greiðsla vegna út­tektar á sér­eigna­sparnaði hjá líf­eyris­sjóði.