Hafþór Eide Hafþórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra, var launahæsti aðstoðarmaðurinn í fyrra en samkvæmt útsvarsskyldum tekjum Hafþórs var hann með tæplega 2,4 milljónir króna í tekjur á mánuði.
Næst á eftir kemur Bjarki Þór Grönfeldt, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, þáverandi félagsmálaráðherra, en hann var með ríflega 1,9 milljónir á mánuði. Þá var Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra og síðar forsætisráðherra, með tæplega 1,9 milljónir.
Sex aðrir aðstoðarmenn voru með meira en 1,8 milljónir á mánuði; Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, Unnur Brá Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórssonar, Kári Gautason, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Aðrir aðstoðarmenn voru með frá einni milljón að allt að 1,8 milljónum króna í laun.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.