Efstu tíu einstaklingarnir í flokki næstráðenda og fleiri voru með yfir 7 milljónir króna í reiknuð mánaðarlaun út frá greiddu útsvari í nýútgefnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þá eru alls 27 einstaklingar með yfir 5 milljónir króna á mánuði.
Linda Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Marel og Sidekick, er efst á listanum emð 35 milljónir króna á mánuði. Linda, sem starfar í dag sem fjármálastjóri Alvotech, er tekjuhæsta konan í Tekjublaðinu í ár.
Davíð Freyr Oddsson, yfirmaður mannauðsmála hjá Marel, situr í öðru sæti á listanum með tæpar 19 milljónir króna á mánuði.
Þar á eftir kemur Heimir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Alvotech, með 10,4 milljónir króna á mánuði.
Ágúst Friðrik Hafberg, framkvæmdastjóri hjá Century Aluminum, móðurfyrirtæki Norðuráls, situr í fjórða sæti listans með 10 milljónir króna.
Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri Skeljar fjárfestingarfélags, er í áttunda sæti með 7,7 milljónir króna.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.