Stacey Beth Katz var tekjuhæsti fjármálastjóri landsins í fyrra með 9,5 milljónir króna á mánuði.
Stacey starfaði í 10 ár hjá Marel, m.a. sem fjármálastjóri en hætti störfum þar vorið 2024. Í nóvember í fyrra var hún ráðin fjármálastjóri Wisefish, sem er hugbúnaðarhús í viðskiptalausnum fyrir sjávarútveg.
Páll Harðarson, fyrrum fjármálastjóri hjá Nasdaq European Markets, var með 4,3 milljónir á mánuði í fyrra.
Páll lauk störfum hjá Nasdaq á síðastliðnu ári eftir rúmlega tveggja áratuga starf í lykilhlutverkum innan Kauphallar Íslands og Nasdaq.
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri Aztiq, kemur þar á eftir með 4,2 milljónir á mánuði í fyrra.
Á eftir þeim raða fjármálastjórar íslensku bankanna sér á listann.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Vegna útgáfu Tekjublaðsins er nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Hafa verður í huga að inni í tekjum getur verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.