Tekjublað Frjálsrar verslunar kemur í allar helstu verslanir á morgun. Blaðið verður mjög veglegt í ár því greint verður frá tekjum 5.300 Íslendinga, sem er um þúsund fleiri en undanfarin ár. Blaðinu verður dreift til áskrifenda á miðvikudagsmorgun. Hægt er að kaupa blaðið í forsölu hér.
Blaðið er í vinnslu sem stendur en óhætt er að segja að miklar vendingar eru á meðal þeirra tekjuhæstu.
Í blaðinu eru 24 listar. Má sem dæmi nefna lista yfir forstjóra, lögfræðinga, endurskoðendur, fasteignasala, íþróttafólk og áhrifavalda á samfélagsmiðlum.
Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.