Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er ekki eftirbátur Katrínar forsætisráðherra þegar kemur að baráttunni gegn verðbólgu og niðurskurði í ríkisrekstrinum á verðbólgutímum. Hann boðar einungis 900 milljarða útgjöld til vegakerfisins næstu áratugina en kvartar þó yfir því samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að þetta væru fulllítil útgjöld fyrir hans smekk. Hin hófsömu áform Sigurðar Inga fá hrafnanna til að trúa að verðbólgan hér á landi verði skammvinn.

Ekki var það til minnka trúna þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, brást við mælingu Hagstofunnar í vikunni sem sýndi að kaupmáttur hefði rýrnað um tæplega fimm prósent á fyrsta ársfjórðungi.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Lesa má þennan í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út 6. júní.