Sam Altman, forstjóri OpenAI, veitir mér alltaf innblástur. Ég les bloggið hans reglulega, bæði nýjar færslur og gríp í gamlar þegar mig vantar smá pepp eða fókus. Hann segir að leiðin til meiri framleiðni sé ekki að vinna meira heldur velja réttu hlutina til að vinna að.

Hann segist líka taka sér örlítið of mikið fyrir hendur, því hann veit hann klárar iðulega verkefnin sín. Þannig ýtir hann sér lengra en þægilegt er og nær að auka eigin framleiðni. Mér finnst gott að hugsa til þess þegar mér bjóðast fleiri verkefni. Að þora að taka á mig meira, en á sama tíma tryggja að ég standi við það sem ég tek mér fyrir hendur og ég sé að forgangsraða réttu hlutunum.

Þessi speki að framleiðni sé ekki mæld í fjölda klukkutíma heldur hvort við vinnum í réttu verkefnunum er svo áhrifarík. Ég hef tekið þetta með mér mitt daglega líf. Ég reyni að velja það sem skiptir máli, sker niður óþarfa, en tek að mér aðeins meira en mér finnst þægilegt, því það knýr mig áfram.

Í rekstri fyrirtækja stendur allt og fellur með því hvernig tími starfsmanna er nýttur. Ef fyrirtæki leggja áherslu á að einfalda ferla, forgangsraða og hvetja starfsfólk til að taka sér krefjandi verkefni og klára þau, þá verður framleiðnin meiri.

Þegar litið er til framtíðar, þar sem gervigreind og sjálfvirknivæðing mun breyta mörgum störfum, verður þetta enn mikilvægara. Tæknin getur hjálpað okkur að framkvæma hraðar og betur, en bara ef við vitum að við stefnum í rétta átt. Orð Altman eru því ekki aðeins góð ráð til mín, heldur líka til allra sem vilja byggja upp langtíma árangur.