Það kom mörgum á óvart þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivextir í lok maí. Vaxtaákvörðun bankans var kynnt í gær og er ekki útlit fyrir að vextir muni lækka meira á þessu ári vegna vaxandi verðbólguþrýstings.

Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri, sagði á blaðamannafundi í kjölfar vaxtaákvörðunar í gærmorgun að bankinn myndi ekki hika við að hækka stýrivexti ef þörf væri.

Gunn­ar Erl­ings­son, for­stöðumaður skulda­bréfamiðlun­ar Ari­on banka, í sam­tali við Morg­un­blaðið að vel kynni að vera að vextir yrðu ekki lækkaðir fyrr en árið 2027!

Fjármálaráðherrann Daði Már sagði í gær eftir vaxtaákvörðunina að hann ætli auka aðhald rík­is­fjár­mála strax í haust ef vænt­ing­ar á markaði um verðbólgu þokast ekki niður á við í bráð. Aðspurður viður­kenn­di Daði Már að fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi ekki haft þau áhrif á verðbólguvænt­ing­arn­ar sem hann vonaðist eft­ir.

Hélt fjármálaráðherra virkilega að fjármálaáætlun sem kastar markmiðinu um hallalaus fjárlög árið 2027 út í buskan og inniheldur útgjaldaaukningu um marga tugi milljarða auk ófjármagnaðra loforða um frekari útgjaldaaukningu myndi slá á verðbólguvæntingar?

Ein ástæða þess að verðbólguvæntingar hækka er vegna þess að markaðsaðilar hafa ekki trú á því að ríkisstjórnin muni lækka útgjöld. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, útgjaldaloforð og 3.985 hagræðingartillögur í Sorpu styrkja menn ekki í þeirri trú.

Hrafnarnir telja í raun rannsóknarefni að hámenntaður hagfræðingur eins og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en í þessari viku.

Í þessu ljósi er full ástæða að rifja upp kostulegt auglýsingu Samfylkingarinnar frá síðustu kosningum.

Auglýsingin er ekki bara gagnlega heimild um þá staðreynd að hvorki forsætisráðherra né fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins viti muninn á hamri og sleggju heldur áminning um umbúðarstjórnmálin sem ríkisstjórnin stendur fyrir.