Skilaboðin sem peningastefnunefnd Seðlabankans sendi frá sér í síðustu viku eru umhugsunarverð. Peningastefnunefndin hefur tekið af allan vafa um að hún muni ekki lækka vexti fyrr en verðbólgan nálgast 2,5% og útilokar hún þar með að vaxtatækinu verði beitt í fyrirsjáanlegri framtíð ef samdráttur verður í hagkerfinu á meðan verðbólga helst há.

Í sjálfu sér er það virðingarvert sjónarmið. Stjórntæki peningamála-stefnunnar eru ekkert sérlega skilvirk þegar kemur að hinu nöturlega -ástandi sem sam-dráttur í hagkerfinu sam-hliða þrálátri verðbólgu skapar. Í slíku -ástandi -reynir meira á aga í ríkisfjármálum – aga sem ekki er til staðar og fátt bendir til að -komist á í fyrirsjáanlegri framtíð.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði