Það er eitthvað ferskt yfir Peugeot E-208 bílnum sem ég fékk til reynsluaksturs nú á fyrstu dögum sumars. Kannski er það veðrið sem lék við landann þessa daga eða liturinn á bílnum. Allavega náði bíllinn að fanga athygli yngri sem eldri borgara sem urðu á vegi mínum og dáðust að litnum á bílnum sem og bílnum sjálfum. Svo var það spurningin um hvort bíllinn væri gulur eða grænn, en liturinn á Peugeot E-208 sem reynsluekinn var ber heitið Agueda gulur; frískandi avocado lime stemning nú í byrjun sumars.

Nýr framendi og nokkrar aðrar nýjungar

Peugeot E-208 er með nýjan framenda þar sem einkennandi skrautlýsing, sem á að tákna klær ljónsins sem er merki Peugeot, vekur strax athygli. Merkið hefur líka verið endurhannað og kemur vel út; óhætt að segja að þessar breytingar skili flottari bíl. Í GT útgáfunni er framendinn með sérstökum LED ljósum og grillið samlitað bílnum. Í boði eru þrjár útgáfur af E-208; Active, Allure og GT. Reynsluekinn var grunnmódelið, Active, sem kostar 5.990.000 kr. Þá á eftir að reikna styrk frá Orkusjóði sem gerir bílinn aðeins ódýrari.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði