Rafbílar frá kínverska rafbílaframleiðandanum BYD hafa vakið athygli hér á landi á árinu sem og víðar. BYD er eitt stærsta rafbílamerkið í heiminum. BYD hefur verið vel tekið á norskum markaði undanfarin tvö ár og er nú búið að ná fótfestu á Íslandi og í Finnlandi á árinu.

Vatt ehf., dótturfyrirtæki Suzuki á Íslandi, skrifaði undir samning um innflutning BYD bíla í Shenzen í Kína í byrjun ársins. BYD Company Ltd. er eitt stærsta einkafyrirtækið í Kína.

Fyrirtækið seldi á heimsvísu tæpar tvær milljónir rafknúinna bíla árið 2022, sem var aukning upp á 155,1% frá árinu 2021. BYD er eini bílaframleiðandi heims sem framleiðir sjálfur rafhlöður sínar, örgjafa, stýrikerfi fyrir rafhlöður og rafmótora. Þrír fólksbílar hafa verið kynntir hér heima: Atto3, Han og Tang.

Þá er Seal væntanlegur á næsta ári. Auk þess er sendibíllinn BYD T3 mættur í atvinnubíladeildina. Atto3 er 204 hestöfl og með 420-565 km drægni eftir útfærslum. Sportjeppinn BYD Tang 4×4 er 509 hestöfl.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði