Þeir hjá Toyota ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Fundur okkar með Minoru Takayama skyldi nefnilega haldinn í skosku hálöndunum, á heimavelli hins breska Land Rover. Þar sem sjálf drottningin sást reglulega aka um á öldnum Defender. Toyota-menn eru því greinilega fullir sjálfstrausts með nýjan Krúser og okkar verkefni var að meta hvort það var byggt á bjargi eða sandi.

Bækistöð okkar næstu tvo daga var í Ballater í Apardjónskíri eins og við kölluðum Aberdeen í eina tíð. Þangað komum við þegar langt var liðið á daginn. Bærinn er í skosku hálöndunum, í jaðri Cairngorms-þjóðgarðsins. Í næsta nágrenni er Balmoral kastali, þar sem Elísabet II Bretadrottning lést í september í fyrra. Bærinn er sjarmerandi og alveg sérstök ró yfir honum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði