Það er lúxustilfinning að setjast inn í Volvo XC90 og sömuleiðis að keyra þennan stóra og flotta jeppa sem Volvo hefur lagt mikið í. Ekkert skrítið þar sem þetta er einn mikilvægasti bíll framleiðandans og eins og áður segir flaggskipið í jeppaflokknum sem stárar einnig af XC60 og XC 40 sem báðir eru mjög frambæriegir sportjeppar. XC90 er þeirra stærstur og öflugastur.

Undir húddinu á XC90 Recharge er tveggja lítra bensínvél og rafmótor. Tengiltvinntæknin skilar bílnum alls 455 hestöflum og togið er 523 Nm. Hann er aðeins 5,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið þannig að það er feikilega mikið afl í þessum stóra bíl.

Hámarkshraðinn er 180 km/klst. Drægnin á rafmagninu er uppgefin 68 km en síðan tekur bensínvélin við þegar rafmagnið klárast. Nýr innbyggður 6,4 kW tveggja fasa hleðslubúnaður XC90 Recharge býður upp á hraðari hleðslu, frá 0 í 100 prósent á þremur klukkustundum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði