Samskip hafa ráðið Ágústu Hrund Steinarsdóttur í starf forstöðumanns markaðs- og samskiptadeildar. Ágústa leiðir innri og ytri markaðsmál Samskipa auk sjálfbærnistefnu félagsins en hún hóf störf í byrjun janúar.

„Gaman verður að takast á við spennandi verkefni hjá Samskipum, ekki síst á sviði sjálfbærni þar sem fyrirtækið ætlar sér að vera í fararbroddi og er mikilvægur málaflokkur. Hjá Samskipum er mikið af reynslumiklu fagfólki og tilhlökkunarefni að fá að verða hluti af þessari frábæru liðsheild,“ segir Ágústa.

Hún hefur yfir tveggja áratuga reynslu af störfum við stjórn markaðs- og kynningarmála en Ágústa kemur til Samskipa frá Nathan & Olsen þar sem hún starfaði frá 2018, síðast sem markaðsstjóri dagvöru.

Áður starfaði Ágústa meðal annars hjá Manhattan Marketing, WOW air og hjá Póstinum. Ágústa er með B.Sc í alþjóðamarkaðsfræði