Alþjóðlega fjárfestingafélagið KKR tilkynnti í byrjun vikunnar kaup félagsins á indverska lækningatækjaframleiðandanum Healthium Medtech, sem sérhæfir sig í framleiðslu á tækjum sem m.a. eru notuð við skurðaðgerðir.

Fréttamiðilinn Reuters greinir frá því að kaupverðið nemi 70 milljörðum rúbla, eða um 117 milljörðum króna. Healthium Medtech er nú í eigu breska fjárfestingafélagsins Apax Partners, sem keypti félagið árið 2018.

KKR kaupir félagið í gegnum sérstakt hlutafélag (e. special purpose vehicle) sem mun eiga ráðandi eignarhlut í Healthium-samstæðunni. KKR hefur á undanförnum árum átt hluti í fjölmörgum indverskum heilbrigðisfyrirtækjum þar á meðal J.b. Chemicals & Pharma, Max Healthcare og Gland Pharma.