Bauhaus á Íslandi hækkaði hlutafé sitt um rúmlega 276 milljónir króna á síðasta degi ársins 2019. Fyrir hækkunina var hlutafé félagsins 4 milljónir en í kjölfar hlutafjárhækkunarinnar nam hlutaféð því rúmlega 280 milljónum króna.

Líkt og Viðskiptablaðið sagði frá sl. sumar þá skilaði Bauhaus á Íslandi 141 milljónar króna tapi árið 2018 en árið áður tapaði félagið 112 milljónum. Mads Bilenberg Joergensen er framkvæmdastjóri félagsins.