Sorpa áætlar að kostnaður við innkaup á pokum undir matarleifar til dreifingar á endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum verði á bilinu 50-160 milljónir á þessu ári og annað eins árið 2025. Gert er ráð fyrir að keyptir verði á bilinu 5-15 milljón pokar í ár og einnig 5-15 milljón pokar á næsta ári.

Þetta kemur fram í svari félagsins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Hafa ber í huga að umræddar kostnaðartölur eru án virðisaukaskatts.

Eins og áður hefur komið fram í viðtölum við Gunnar Dofra Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóra Sorpu, nam kostnaður félagsins vegna kaupa á 24 milljón matarleifapoka um það bil 240 milljónum króna árið 2023.

Af þessum 240 milljónum var pokum dreift fyrir 100 milljónir samhliða tunnudreifingu.