Íþróttafyrirtækið Adidas hefur grætt fleiri milljónir evra eftir að hafa ákveðið að selja stóran hluta af birgðum sínum af „Yeezy“ skónum frá söngvaranum Kanye West, nú þekktur sem Ye. Fyrirtækið greindi frá því að það hafi grætt um 400 milljónir evra á skósölunni frá apríl til júní á þessu ári.

Í tilkynningu segir að Adidas muni gefa hluta af ágóðanum til góðgerðarmála sem vinna gegn hatri.

Adidas sleit samstarfi við Kanye West í nóvember í fyrra vegna niðrandi ummæla hans í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. Eftirspurnin á „Yeezy“ skónum hans hefur hins vegar ekki dafnað og segir Bjorn Gulden, forstjóri Adidas, að það sé betra að selja birgðirnar en að eyðileggja þær.

Gróðinn er þó töluvert minni en búist var við en Adidas áætlaði í fyrra að salan yrði í kringum 700 milljónir evra.

Adidas segist hafa lagt til hliðar 110 milljónir evra til góðgerðasamtaka á borð við Foundation to Combat Anti-Semitism og Anti-Defamation League.