Það sem af er ári hafa hluta­bréf í ör­flögu­fram­leiðandanum Nvidia hækkað um 50%. Hluta­bréf fé­lagsins leiða nær hækkanir í S&P 500 vísi­tölunni á hverjum degi en gengi Nvidia hefur nú hækkað um 232% síðast­liðið ár.

Ben Reitzes hjá Melius Research segir í fjár­festa­bréfi að undir­liggjandi á­stæður fyrir þessu séu í raun ein­faldar.

„Af hverju hefur gengi Nvidia hækkað á hverjum degi á þessu ári? Svarið er ein­falt. Varan er enn góð,“ skrifaði Reitzes en The Wall Street Journal greinir frá.

Samkvæmt greiningu Melius Rea­search munu hluta­bréf ör­flögu­fram­leiðandans vera kringum 920 dalina eftir tvö ár en dagsloka­gengið í gær var 722 dalir.

„Fjár­festir spurði okkur árið 2007. Af hverju þarf ekki hver einasti ein­stak­lingur Ip­hone? Nú er verið að spyrja okkur af hverju þarf ekki að hraða hverjum einasta vef­þjóni? Svarið við því er já sem er á­stæða þess að við sjáum fyrir­tækið halda á­fram að vaxa til 2030,“ skrifar Reitzes.

Tekjur Nvidia á þriðja ársfjórðungi námu 18.1 milljörðum dala sem sam­svarar 2558 milljörðum ís­lenskra króna. Mun það vera vel yfir af­komu­spá fyrir­tækisins og 12% en félagið hækkaði jafnframt afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung í lok árs.

Gengi Nvidia hækkaði ör­lítið í við­skiptum gær­dagsins en lækkaði um hálft prósent í utan­þings­við­skiptum.