Á­kvörðun Shari Red­stone, sem erfði ráðandi hlut í Paramount Global sam­stæðunni frá föður sínum, um að selja hluti sína hefur farið öfugt ofan í aðra hlut­hafa og valdið tölu­verðri ó­kyrrð innan sam­stæðunnar.

Paramount Global, sem á sjón­varps­stöðvarnar CBS, MTV, Nikckelodeon og kvik­mynda­verið Paramount, hefur verið í eigu Red­stone fjöl­skyldunnar í næstum þrjá ára­tugi en faðir Sheri, Sumner Red­stone, keypti sam­stæðuna árið 1994.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal byrjaði Shari að huga að því að breyta hlutum sínum í hand­bært fé í fyrra en hún er sögð hafa fundið verulega fyrir því fjár­hags­lega þegar sam­stæðan á­kvað að draga úr arð­greiðslum, sem hefur verið aðal inn­koma Red­stone-fjöl­skyldunnar árum saman.

Skömmu síðar á­kvað David Elli­s­on, for­stjóri Skydance Media og sonur milljarða­mæringsins Larry Elli­s­on, að kanna á­huga Shari á mögu­legum sam­runa fyrir­tækjanna tveggja og var hún meiri en til.

Sam­kvæmt WSJ hefur hins vegar gengið brösu­lega síðustu vikur að gera sam­runan að veru­leika, sem er sagður eitt mesta klúður í manna minnum.

Markaðsvirðið lækkað um 80% á 8 árum

Hlut­hafar eru upp­reisn gegn fyrir­huguðum sam­runa og hefur það varpað nýju ljósi á þekkt vanda­mál innan Paramount; Það sem er gott fyrir Red­stone fjöl­skylduna er ekki endi­lega það besta fyrir fé­lagið.

Deilurnar urðu þess valdandi að Bob Bakish for­stjóri Paramount var sagt upp störfum í gær og á­kvað Red­stone fjöl­skyldan þess í stað að stofna „skrif­stofu for­stjóra“ sem verður rekin af sameiginlega af fram­kvæmda­stjórum hvers sviðs.

Að mati WSJ hefði alltaf verið erfitt að selja Paramount í þessu ár­ferði, þrátt fyrir að sam­þykki annarra hlut­hafa lægi fyrir, þar sem fé­lagið hefur verið á mikilli niður­leið.

Kapal­sjón­varp í Banda­ríkjunum er ekki jafn arð­bært og áður á meðan streymis­veita Paramount hefur ekki náð sama flugi og vonir stóðu til. Markaðs­virði Paramount hefur lækkað um 80% síðast­liðinn átta ár undir stjórn Red­stone fjöl­skyldunnar og hefur auður þeirra dregist saman um marga milljarða Banda­ríkja­dali vegna þess.

Að vona er ekki viðskiptaáætlun

Red­stone fjöl­skyldunni hefur staðið til boða árum saman að brjóta sam­stæðuna upp og selja eignir en alltaf neitað því.

Net­flix og App­le voru um tíma á eftir kvik­mynda­fram­leiðslu sam­stæðunnar á meðan Showtime bauðst til að kaupa sjón­varp­stöðvarnar og þá hefur Com­cast lýst yfir á­huga á mögu­legum sam­runa á streymis­veitum fyrir­tækjanna.

Shari Red­stone sýndi þessu öllu lítinn á­huga og hélt, sam­kvæmt WSJ, alltaf í vonina um að einn af tækni­risunum myndi kaupa alla sam­stæðuna vel yfir markaðs­virði. Það varð aldrei neitt úr því.

„Eina von hennar er ef App­le myndi sjá hag sinn í því kaupa samstæðuna en það er ekki við­skipta­á­ætlun að bíða og vona“ segir Robert Fishman, hjá greiningar­deild Mof­fetN­at­han­son í sam­tali við WSJ.

Hlutir Shari keyptir vel yfir markaðsvirði

Ef Shari tekst að selja Paramount til Skydance fengi hún, samkvæmt heimildum WSJ, um tvo milljarða Banda­ríkja­dali í reiðu­fé fyrir hluta­bréf sín sem eru með um 77% at­kvæðis­rétt innan sam­stæðunnar. Hluta­bréfa­eig­endur án at­kvæðis­réttar fá greitt með bréfum í hinu sam­einaða fé­lagi.

Nú­verandi markaðs­virði hlutar Shari er um 750 milljónir Banda­ríkja­dala og fengi hún því væn­lega greitt fyrir sinn hlut.

Aðrir hlut­hafar hafa hins vegar látið í sér heyra í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum þar sem þeir segja að sam­runinn er frá­bær fyrir Shari Red­stone en slæmur fyrir fyrir­tækið.

Skydance brást við á sunnu­daginn og upp­færði yfir­töku­til­boðið. Sam­kvæmt heimildum WSJ lækkar greiðslan til Shari Red­stone og gefur öðrum hlut­höfum fleiri hluti í sam­einaða fé­laginu.

Eigna­stýringar­fyrir­tækið Apollo Global Mana­gement hefur á sama tíma lagt fram til­boð í sam­stæðuna sem hljóðar upp á 26 milljarða Banda­ríkja­dali en Apollo myndi taka á sig allar skuldir sam­stæðunnar og leggja fé­laginu til 12 milljarða dali. Stjórn Paramount hefur þó á­hyggjur af því hvernig Apollo hyggst fjár­magna kaupin en Apollo er nú í við­ræðum við Sony Pictures um að taka þátt í yfir­töku­til­boðinu með þem.