Al­vot­ech til­kynnti í morgun að fé­lagið hafi gert samning í Banda­ríkjunum um dreifingu og sölu á líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu Al­vot­ech í háum styrk með út­skipti­leika við Humira (adali­mu­mab) við Qu­al­lent Pharmaceuti­cals, dóttur­fé­lag Cigna.

Í kaup­hallar­til­kynningusegir að samningurinn sé gerður með sam­þykki Teva Pharmaceuti­cals, sem er sam­starfs­aðili Al­vot­ech í Banda­ríkjunum.

„Við fögnum því að ganga til sam­starfs við Al­vot­ech um aukið að­gengi sjúk­linga að adali­mu­mab-ryvk. Það er mark­mið okkar að geta boðið flestum sjúk­lingum lyfið án greiðslu­þátt­töku þeirra,“ segir John Caufi­eld, for­stjóri Qu­al­lent Pharmaceuti­cals Health, LLC.

„Mark­mið Qu­al­lent er að bjóða sjúk­lingum örugg og hag­kvæm lyf í sam­starfi við lyfja­fyrir­tæki eins og Al­vot­ech. Þetta sam­starf auð­veldar okkur að ná þessu mark­miði.“

„Al­vot­ech tryggði sér í febrúar síðast­liðnum einka­rétt í tólf mánuði eftir að sala hefst, til að bjóða í Banda­ríkjunum líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu í háum styrk með út­skipti­leika við Humira. Um 85% af sölu Humira í Banda­ríkjunum er það lyfja­form sem Al­vot­ech hefur fengið markaðs­leyfi fyrir. Við höfum þar af leiðandi fundið fyrir mjög sterkum á­huga inn­kaupa­aðila og heil­brigðis­trygginga­fyrir­tækja í Banda­ríkjunum. Með þessum samningum stígum við enn eitt skrefið í átt að auknu að­gengi sjúk­linga að hag­kvæmari líf­tækni­lyfjum,” segir Róbert Wess­man, stjórnar­for­maður og for­stjóri Al­vot­ech.

„Teva ein­beitir sér að því að lækka kostnað í heil­brigðis­kerfinu og bjóða sjúk­lingum hag­kvæmar lausnir, eins og adali­mu­mab í háum styrk með út­skipti­leika,“ segir Thomas Rain­ey, fram­kvæmda­stjóri markaðs­að­gengis fyrir Teva í Banda­ríkjunum.

„Sam­starf Teva og Al­vot­ech hefur þegar leitt til markaðs­leyfa fyrir tvær mikil­vægar líf­tækni­lyfja­hlið­stæður, en við höfum verið að vinna saman að níu verk­efnum. Tvær líf­tækni­lyfja­hlið­stæður til við­bótar sem við þróum í sam­vinnu, eru nú á loka­stigi klínískrar þróunar.“

Mat­væla- og lyfja­eftir­lit Banda­ríkjanna (FDA) veitti markaðs­leyfi fyrir líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu Al­vot­ech í háum styrk með út­skipti­leika við Humira þann 24. febrúar sl. Markaðs­leyfi FDA heimilar notkun lyfsins til með­ferðar við við ikt­sýki hjá full­orðnum, sjálf­vakinni fjöl­liða­gigt hjá börnum, sóra­liða­bólgu full­orðinna, al­var­legri hrygggigt full­orðinna, Chrons-sjúk­dómnum, sáraris­til­bólgu full­orðinna, skellu­sóra hjá full­orðnum, graftar­myndandi svita­kirtla­bólgu full­orðinna og æða­hjúps­bólgu full­orðinna.