Össur Kristinsson, stoðtækjafræðingur og stofnandi Össurar, er látinn 80 ára að aldri.

Össur, sem fæddist með stuttan fót, fékk snemma fengið áhuga á stoðtækjum. Hann hélt til Stokkhólms um tvítugt og lærði stoðtækjasmíði, flutti aftur til Íslands árið 1970 og stofnaði stoðtækjafyrirtækið Össur sem síðar varð eitt stærsta og verðmætasta fyrirtæki á Íslandi.

Össur lét af störfum hjá Össur hf. árið 2005. Hann stofnaði framhaldinu bátasmiðjuna Rafnar.

Össur var sæmdur fálkaorðu árið 2002 fyrir frumkvöðlastarf sitt.

Eiginkona Össurar var Björg Rafnar en hún lést árið 2017. Þau eignuðust tvö börn, Bjarna og Lilju.