Breski námurisinn Anglo American hefur hafnað 39 milljarða punda yfirtökutilboði frá samkeppnisaðilanum BHP. Í síðasta mánuði var greint frá því að Anglo American hefði fengið tilboðið og væri að íhuga að samþykkja það.

Með yfirtökunni hafði ástralska fyrirtækið BHP vonast til að fá aðgang að fleiri koparnámum en Anglo American rekur námur í löndum eins og Chile, Suður-Afríku, Brasilíu og Ástralíu.

Að sögn BBC hafði BHP reynt að draga úr áhyggjum af fyrirhuguðum áformum sínum í Suður-Afríku en kosningar eru þar á næsta leiti. Fyrirtækið ítrekaði stöðu sína gagnvart starfsöryggi en sagði að það þyrfti að ræða önnur mál tengd starfseminni.

Anglo American og BHP hafa deilt um samkomulagið alveg frá því tilboðið barst í apríl en Anglo American hefur hingað til hafnað tveimur tilboðum frá BHP, fyrsta tilboðið hljómaði upp á 31 milljarð punda og það seinna upp á 34 milljarða punda.

Ben Davis, formaður námuvinnslu hjá Liberium Capital, sagði í samtali við BBC að það hefði ekki verið mikið kjöt á beininu hvað tilboð BHP varðaði. Hann bætti við að það hefði verið mikil sorg að sjá erlent fyrirtæki taka yfir annað skráð breskt fyrirtæki.