Evrópski vogunar­sjóðurinn Teleios Capi­tal Partners, sem er einn stærsti hlut­hafi Marels með 3,3% hlut, segist í til­kynningu ætla að styðja fyrir­hugað yfir­töku­til­boð JBT í allt hluta­fé fé­lagsins.

Vogunar­sjóðurinn vakti mikla at­hygli hér­lendis er Adam Ep­stein, með­stofnandi Teleoi Capi­tal Partners, skrifaði harð­ort bréf til stjórnar Marel.

Sjóðurinn sagði þar að upp­haf­lega til­boð JBT vera lúa­legt yfir­töku­til­boð (e. low-ball of­fer) og kallaði Telois eftir því að stjórn Marels myndi ráðast í stefnu­mótandi endur­skoðun á næsta ári til að meta alla mögu­lega val­kosti, þar á meðal mögu­lega sam­runa eða sölu á fyrir­tækinu.

Það er þó annar tónn í yfir­lýsingu Adam Ep­stein í dag.

„Sem lang­tíma­hlut­hafi í meira en fimm ár, sendum við Marel bréf í nóvember til að koma á fram­færi stuðningi okkar fyrir því að til­boð JBT yrði upp­fært þar sem okkur fannst fé­lagið vera eða nýta sér veik­leika hjá yfir­stjórn Marel,“ segir íKaup­hallar­til­kynningu Ep­stein í dag.

Að mati sjóðsins er hið upp­færða til­boð mun betra þar sem bæði er verð­mat JBT á Marel hærra sem og að samningur sé meira sann­færandi að þeirra mati.

„Við trúum því að samningurinn sé öllum hlut­höfum í hag meðal annars þeim sem á­kveða að eiga bréf í hinu sam­einaða fé­lagi,“ segir í til­kynningunni.

Að lokum segir að Telois Capital hyggist sam­þykkja yfir­töku­til­boðið.