Arion banki hefur tilkynnt að bankinn muni lækka óverðtryggða fasta 3 ára íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig niður í 8,95%. Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka þó um 0,25 prósentustig og verða 4,04%.

Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu.

Þá kemur einnig fram að innlánsvextir sem bundnir eru í 9 mánuði lækki um 0,10 prósentustig og vextir sem bundnir eru í 12 mánuði lækki um 0,20 prósentustig.