„Sjaldan er góð vísa of oft kveðin: við­skipta­af­gangur leiðir ekki endi­lega til gengis­styrkingar. Ef það væri raunin væri líf efna­hags­greinanda mun þægi­legra og af­reka­skráin far­sælli en raun ber vitni.“

Svona hefs gengis­spá Arion banka til ársins 2026 sem finna má í efnahag­sspá bankans sem kom út í gær.

Gengis­spá bankans í hag­spánni ber heitið; „Bölvun greiningar­aðila - gengis­spár“

Sam­kvæmt greiningar­deild bankans mun ís­lenska krónan styrkjast en veikjast síðan eftir því sem líður á spá­tímann.

Segir greiningar­deildin á­stæðuna fyrir þessu vera ein­falda þar sem flæði á gjald­eyris­markaði mun styðja við krónuna, bæði í gegnum utan­ríkis­verslun sem og fjár­magns­flæði.

„Kaup er­lendra aðila á ríkis­skulda­bréfum hafa færst í vöxt að undan­förnu og teljum við að á­huginn muni aukast á yfir­standandi ári, enda vextir hér á landi háir í al­þjóð­legum saman­burði. Þá reiknum við ekki með mikilli aukningu í gjald­eyris­kaupum líf­eyris­sjóða. Margir sjóðanna eru nú þegar ná­lægt há­marks­gjald­eyris­eign, en há­markið stendur í 51,5%, og mörg fjár­festingar­verk­efni í far­vatninu innan­lands sem sjóðirnir eru þátt­tak­endur í,“ segir í hag­spá Arion banka.

Að mati bankans er raun­gengi krónunnar mjög sterkt til lengri tíma litið eftir því sem dregur úr sam­keppnis­hæfni þjóðar­búsins.

„Í ís­lenskri hag­sögu er það á­vallt nafn­gengið sem gefur eftir til að leið­rétta raun­gengið, og teljum við að það verði einnig raunin að þessu sinni,“ segir í hagspá Arion Banka.

Raun­gengi krónunnar er mjög hátt um þessar mundir, hvort sem litið er til launa eða verð­lags.

Sam­kvæmt Arion banka eru efna­hags­horfur, og horfur um út­flutning, nokkuð góðar hér á landi svo lík­lega getur hag­kerfið við­haldið hærra raun­gengi en áður.

Hins vegar óttast greiningar­deildin jafn hátt raun­gengi og spáin gerir ráð fyrir en hægt er að lesa hag­spá Arion Banka hér.