Seðlabankar víða um heima hafa hækkað stýrivexti á síðustu misserum til að bregðast við vaxandi verðbólgu. Samkvæmt úttekt Financial Times eru stýrivaxtahækkanir á síðustu þremur mánuðum þær útbreiddustu frá byrjun ársins 2000.
Hjá 55 seðlaböknunum í úttektinni hefur verið tilkynnt um fleiri en 60 hækkanir á stýrivöxtum á undanförnum þremur mánuðum. Um er að ræða mikinn viðsnúning frá þeirri lausu peningamálastefnu sem tekin var upp í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Stýrivextir hafa á síðustu árum verið sögulega lágir og í sumum löndum verið neikvæðir í nokkurn tíma.
Yfirmaður hagfræðideildar rannsóknarfyrirtækisins Capital Economics sagði við FT að 16 af 20 helstu seðlabönkum heims væru líklegir til að hækka vexti á næstu sex mánuðum. Búist er við að seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands muni herða aðhaldsstig peningastefnunnar hraðast af þessum bönkum.
Sjá einnig: Söguleg lækkun stýrivaxta í Kína
Stærsta hagkerfið sem fylgir ekki þróuninni er Kína en seðlabankinn þar í landi lækkaði stýrivexti um 0,15 prósentustig fyrr í mánuðinum til að létta undir áhrifum strangra sóttvarnaraðgerða. Seðlabankinn í Rússlandi hefur auk þess lækkað stýrivexti í þrígang á síðustu mánuðum eftir að hafa hækkað þá verulega í byrjun stríðsins í Úkraínu og á síðasta ári.
From the Financial Times’ article on “central banks launch[ing] most widespread rate rises for over two decades: Borrowing costs are surging in most of the world as the era of cheap money draws to a close.”#economy #centralbanks #fed #federalreserve #markets @ft @ecb pic.twitter.com/VlL0svK9Tn
— Mohamed A. El-Erian (@elerianm) May 29, 2022