Í fyrsta skipti frá því að opinberar skráningar hófust árið 1997 var engin olía var flutt inn til Bretlands frá Rússlandi í júní síðastliðnum. Bretar fluttu inn vörur frá Rússlandi að andvirði 33 milljóna punda, sem er lægsta upphæð innflutnings frá Rússlandi til Bretlands frá því að skráningar hófust.

Eins og þekkt er orðið settu vestræn ríki harðar viðskiptahömlur á hendur Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Bretar skuldbundu sig til að mynda til að hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi fyrir lok árs og að hætta sömuleiðis innflutningi á gasi við fyrsta tækifæri.

Árið 2021 var 11% af heildarmagni olíu sem flutt var inn til Bretlands flutt inn til landsins frá Rússlandi.