Hluta­bréfa­verð líf­tækni­fyrir­tækisins Ocu­lis, sem var skráð í Kaup­höllina í lok apríl, lækkaði um 5% í við­skiptum dagsins.

Dagsloka­gengi Ocu­lis var 1.670 krónur og hefur fé­lagið því lækkað um rúmt 1% frá skráningunni í apríl eftir lækkanir síðustu þrjá við­skipta­daga.

Um 200 milljón króna velta var með bréf fé­lagsins í dag.

Hluta­bréfa­verð í Ís­lands­banka hækkaði mest af fé­lögum á aðal­markaði og er gengi bankans komið yfir 100 krónur að nýju. Dagsloka­gengi Ís­lands­banka var 101 króna eftir 4% hækkun í við­skiptum dagsins.

Hluta­bréfa­verð Marels hækkaði einnig um rúm 3% í yfir hálfs milljarðs veltu og var dagsloka­gengið 482 krónur.

Gengi Marel er enn tölu­vert lægra en það sem JBT hyggst greiða fyrir hluti fé­lagsins en miðað við nú­verandi gengi krónu og evru hljóðar upp á 541 krónu á hlut ef hlut­hafar vilja fá greitt í reiðu­fé.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 hækkaði um 1,12% og var heildar­velta á markaði 2,1 milljarður.