Salan á Kerecis

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis var selt á 1,3 milljarða dollara í júlí eða sem nemur 180 milljörðum króna. Kaupandinn var danska lækningavörufyrirtækið Coloplast. Kerecis, sem var stofnað árið 2009, hefur þróað og framleitt vörur sem tengjast húð- og vefjaviðgerðum. Þekktasta varan er án vafa sáraroð, sem unnið úr úr þorskroði og notað við meðhöndlun á opnum sárum. Salan á Kerecis vakti mikla athygli enda má segja að verðmæti fyrirtækisins hafi nánast tvöfaldast á einni nóttu. Fyrr á árinu, eða í mars, hafði Kerecis komst á lista Financial Times yfir þau þúsund fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Var Kerecis í fimmta sæti í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum og 246. sæti á heildarlistanum. Bandaríkin eru langstærsti markaður Kerecis en þaðan koma um 98% af tekjum félagsins. Guðmundur Fertram Sigurjónsson er forstjóri og stofnandi Kerecis.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði