Af­koma Síldar­vinnslunnar á árinu 2023 verður nokkuð hærri en á­ætlanir gerðu ráð fyrir sam­kvæmt já­kvæðri af­komu­við­vörun sem fé­lagið sendi til Kaup­hallarinnar í morgun.

Í á­ætlun fé­lagsins sem lögð var fram á fyrri hluta árs, var gert ráð fyrir að EBITDA sam­stæðu fé­lagsins yrði á bilinu 107 – 117 milljónir Banda­ríkja­dala á árinu 2023.

Drög að upp­gjöri fjórða árs­fjórðungs 2023 liggur nú fyrir og sam­kvæmt því mun EBITDA hagnaður ársins nema um 121 milljón Banda­ríkja­dala sem sam­svarar 16,7 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

„Út­gerð og vinnsla hefur al­mennt gengið vel á árinu en á síðustu mánuðum hafa komið inn já­kvæðir þættir í reksturinn sem skýra betri af­komu. Má þar nefna að verð á fiski­mjöli og lýsi eru betri en á­ætlanir gerðu ráð fyrir. At­burðirnir sem hófust í Grinda­vík 10. nóvember sl. hafa á móti nei­kvæð á­hrif vegna fram­leiðslu­stöðvunar og ein­skiptis­kostnaðar við björgun af­urða,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningunni.

Síldar­vinnslan mun birta árs­upp­gjör 7. mars næst­komandi.