Talið er að eftirspurn eftir jarðgasi muni stóraukast í Bandaríkjunum á næstu árum vegna hraðrar framþróunar gervigreindar.

Greiningaraðilar telja að endurnýjanleg orka á borð við sólar- og vindorku muni einungis geta séð fyrir um 40% af aukinni orkuþörf gagnavera vegna gervigreindar, en að jarðgas muni sjá fyrir 60% orkuþarfarinnar.

Samkvæmt nýlega útgefinni skýrslu Wells Fargo mun orkuþörf í Bandaríkjunum aukast um 20% á næstu fimm til sex árum. Þar af er áætlað að aukin orkuþörf gagnavera á næstu árum nemi 323 teravöttum. Aukin orkuþörf gagnavera vegna framþróunar gervigreindar er því um sjö sinnum meiri en árleg orkuþörf New York borgar sem nemur um 48 teravöttum.

Samkvæmt nýlega útgefinni skýrslu Goldman Sachs munu gagnaver standa fyrir 8% af heildarraforkunotkun í Bandaríkjunum undir lok áratugarins.