Ný reglugerð um netöryggi í Kína tók í gildi í dag þar í landi en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem lögin hafa verið uppfærð í meira en áratug.

Lögin skikka meðal annars kínversk samfélagsmiðlafyrirtæki eins og Tencent, ByteDance og Weibo til að grípa til aðgerða ef notendur birta viðkvæmar upplýsingar á miðlunum.

Það er óljóst hvernig sú nálgun mun líta nákvæmlega út en lögin segja að netfyrirtæki eigi að fylgjast með þeim upplýsingum sem notendur deila. Þá eru einnig leiðbeiningar um hvað ber að vista, eyða eða tilkynna.

Reglugerðin var fyrst tilkynnt í febrúar en þá sagði embættismaður kínverskra yfirvalda við ríkisreknu fréttastofuna Xinhua að nýju lögin væru nauðsynleg til að gæta ríkisleyndarmála í ljósi breyttra tíma og nýrra áskorana.

Netfyrirtæki í Kína eru nú þegar undir ströngu eftirliti en nýju reglurnar endurskilgreina hvað telst vera viðkvæmar upplýsingar. Til að mynda falla svokölluð vinnuleyndarmál undir þessa skilgreiningu eða upplýsingar um ákvarðanatöku ríkisstofnana og gæti það verið vafasamt fyrir erlenda blaðamenn.

„Helsta áhyggjuefni fyrir okkur er óvissa um hvað sé raunverulega „ríkisvandamál“. Það væri mjög gagnlegt að fá skýrari skilgreiningu á afmörkun á því hvað stjórnvöld meina,“ segir Jens Eskelund, forseti viðskiptaráðs Evrópusambandsins í Kína.

Uppfærða reglugerðin kemur einnig á sama tíma og fyrirhugað bann bandarískra yfirvalda á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance. Áhyggjur hafa verið á sveimi um aðgang kínverskra stjórnvalda að þessum miðlum en nýju reglurnar virðast ekki beina spjótum sínum að erlendum rekstri kínverskra fyrirtækja.