Stjórn Icelandair mun leggja til að sett verði á fót hvatakerfi fyrir lykilstarfsmenn flugfélagsins sem og kaupréttarkerfi. Fyrirhugað er að gefa út allt að 250 milljónir hluti í ár og 900 milljónir hlutir, sem er um tveir milljarðar króna að markaðsvirði í dag, á þriggja ára tímabili fyrir kaupréttarkerfið. Þetta kemur fram í fundarliðum fyrir aðalfund Icelandair sem verður haldinn þann 3. mars næstkomandi.

Hvatakerfið mun annars vegar fela í sér bónusgreiðslur sem geta numið allt að 25% af árslaunum lykilstarfsmanna. Þá verður þeim boðin kauprétti að hlutum í Icelandair sem miðast við lokagengi á þeim degi sem kaupréttirnir verða veittir að viðbættum 3% árlegum vöxtum. Hægt verður að innleysa kaupréttina að þremur árum liðnum.

Hvatakerfið er ætlað framkvæmdastjórninni og öðrum völdum lykilstarfsmönnum. Fram kemur að fjöldi útgefna hluta mun velta á frammistöðu félagsins. Áætlaður kostnaður af kaupréttarkerfinu mun nema um 3,6 milljónum dala, eða um 450 milljónir króna, út frá Black-Scholes líkaninu

„Markmið frammistöðutengds hvatakerfis er að styrkja fyrirtækið með því að hvetja lykilstarfsmenn til að skila framúrskarandi árangri, setja fram skýrar kröfur og draga úr líkum á að starfsmenn yfirgefi fyrirtækið með litlum fyrirvara,“ segir í tilkynningu Icelandair.

Jafnframt segir stjórnin að hvatakerfið muni hjálpa fyrirtækinu að laða að góða stjórnendur víða um heim og styrkja þannig samkeppnishæfni félagsins. Þá heldur stjórnin því fram að langtíma hvatakerfi muni reynast vel fyrir hluthafa þar sem hagmunir þeirra og lykilstarfsmanna myndu haldast betur í hendur. Lykilstarfsmenn yrði ekki bara greitt grunnlaun heldur myndi umbun þeirra einnig velta á frammistöðu og velgengni félagsins.

Sjá einnig: Leggja til óbreytta stjórn hjá Icelandair

Tillaga stjórnarinnar kemur í kjölfar þess að tilnefningarnefnd Icelandair lýsti því fyrr í vikunni að flugfélagið gæti væri í hættu að missa frá sér lykilfólk þar sem umbun væri mögulega ekki nægilega mikil miðað við mikið vinnuálag og umfangsmikillar ábyrgðar.