Ferðaþjónustan hér á landi hélt áfram að rísa úr öskustónni á síðasta ári eftir mjög erfitt tímabil í faraldrinum. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 1 milljón milli ára og voru þeir 1,7 milljón yfir árið í heild. Þessi aukning átti stærstan þáttinn í þeim rekstrarbata sem greinin upplifði í fyrra en tekjur fyrirtækja í greininni námu 748 milljörðum króna sem er met.

Greinin í heild sinni skilaði hagnaði í fyrsta sinn síðan fyrir faraldur og ljóst að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári mun skjóta sterkari stoðum undir reksturinn.

Þrátt fyrir að greinin hafi skilað hagnaði í heild sinni var honum verulega misskipt. Sumir geirar ferðaþjónustunnar áttu mjög gott ár meðan einstaka geirar voru enn að reka sig með tapi.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði