Louis Goldish, Senior Venture Advisor hjá MIT Venture Mentoring Services, var heiðursgestur á Ísland á dögunum en hann sá um mentoranámskeið KLAK VMS og MIT VMS sem haldið var í Grósku.

Anna Liebel, framkvæmdastjóri og eigandi Anna Liebel ehf.
© Víðir Björnsson (Víðir Björnsson)
Kolbeinn Björnsson sölusérfræðingur.
© Víðir Björnsson (Víðir Björnsson)

Vaxandi samfélag virtra mentora KLAK undir forystu Magnúsar Inga Óskarssonar hefur vakið mikla eftirtekt á undanförnum mánuðum en það telur nú yfir 120 vottaða mentora.

Stefanía Bjargey Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Avo.
© Víðir Björnsson (Víðir Björnsson)
Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, rekstrarstjóri og meðstofnandi GRID.
© Víðir Björnsson (Víðir Björnsson)

Louis Goldish hefur yfir 20 ára reynslu sem mentor hjá MIT.

Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Origo.
© Víðir Björnsson (Víðir Björnsson)
Björn Aðalsteinsson, yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma.
© Víðir Björnsson (Víðir Björnsson)

Í tilkynningu frá KLAK segir að hvert ár nýti hátt í 80 fjölbreytt og fjölþætt sprotafyrirtæki sér mentoraþjónustu hjá KLAK - Icelandic Startups í gegnum hraðla líkt og Startup SuperNova, Hringiðu og vinnustofur Dafna sem er samstarfsverkefni Tækniþróunarsjóðs og KLAK.