Dómari í Brasilíu hefur skipað námusamsteypu BHP, Vale og Samarco til að greiða 9,67 milljarða dali í skaðabætur vegna stíflu sem gaf sig árið 2015.

Hrun Fundão-stíflan sem sprakk í suðausturhluta landsins olli stórri aurskriðu sem varð 19 manns að bana. Atvikið mengaði einnig Rio Doce ána sem hafði mikil áhrif á útleið hennar í Atlantshafið.

Vinicius Cobucci, dómarinn í málinu, segir að fyrirtækin beri ábyrgð á tjóninu og þeim tilfinningalega skaða sem fólkið hefur orðið fyrir. Hann bætir við að sektin verði sett í ríkissjóð og notað í verkefni á svæðinu sem varð fyrir aurskriðunni.

BHP og Samarco hafa ekki enn svarað fyrirspurnum BBC en úrskurðurinn heimilar fyrirtækjunum að áfrýja dóminn.

Samkvæmt skýrslu frá 2016 var niðurstaðan sú að stíflan hafi gefið sig vegna hönnunargalla en skýrslan, sem var gefin út af fyrirtækjunum þremur, sagði hins vegar ekki hver bæri ábyrgð í málinu. Hönnunarbreyting varð á stíflunni milli 2011 og 2012 sem er sagt hafa leitt til minna vatnsrennslis og að lokum eyðileggingu hennar.

BHP og Vale standa einnig frammi fyrir hópmálsókn en í janúar 2019 sprakk önnur stífla í eigu Vale nálægt bænum Brumadinho í Brasilíu sem leiddi til dauða 270 einstaklinga.