Fast­eigna­fé­lagið Eik og Hagar leiddu lækkanir í Kaup­höllinni í dag en gengi Eikar lækkaði um 3,28% í 24 milljón króna við­skiptum á meðan Hagar lækkuðu um 2,10% í 62 milljón króna við­skiptum.

Að­eins þrjú skráð fé­lög hækkuðu á aðal­markaði en Fjár­festinga­fé­lagið Skel hækkaði um 0,72% í 7 milljón króna við­skiptum á meðan Icelandic Sea­food hækkaði um 0,83% í 927 þúsund króna við­skiptum. Þá hækkaði Öl­gerðin um 0,39% í 26 milljón króna við­skiptum.

Úrvalsvísitalan lækkar um tæpt prósent

Alls lækkuðu 18 fé­lög á aðal­markaði í dag. Icelandair fór niður um 2% í 163 milljón króna við­skiptum, Síminn fór niður um 1,92% í 16 milljón króna við­skiptum, Arion lækkaði um 1,57% í 55 milljón króna við­skiptum á meðan Ís­lands­banki lækkaði um 1,26% í 81 milljón króna við­skiptum.

Play lækkaði um 1,54% í 20 milljón króna við­skiptum á First North markaðnum.

VÍS lækkaði um 1,55% í 76 milljón króna viðskiptum en félagið greindi frá því í dag að áætlað samsett hlutfall fyrir árið hefði hækkað eftir brunann í Hafnarfirði. Sam­sett hlut­fall ársins verður líklegast á bilinu 98-100% .

Þegar vá­tryggingar­starf­semi er skoðuð er helst litið á sam­sett hlut­fall, en það segir til um tjóna- og rekstrar­kostnað tryggingar­fé­laga í hlut­falli við ið­gjöld, en fé­lög reyna að halda hlut­fallinu undir 100% svo trygginga­starf­semin standi undir

Heildar­velta á markaði var 1,2 milljarður króna og lækkaði úr­vals­vísi­talan OMXI 10 um 0,96%.