Sam­skip lagði fram tæp­lega 250 blað­síðna kæru til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála í síðustu viku þar sem skipa­fé­lagið krefst þess að á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins um að fé­lagið hafi átt í sam­ráði við Eim­skip á árunum eftir hrun verði felld úr gildi.

„Öll fram­setning í hinni kærðu á­kvörðun, og fram­ferði Sam­keppnis­eftir­litsins við rann­sókn málsins, ber þess skýr merki að stofnunin telur sig ekki bundna af grund­vallar­reglum stjórn­sýslu­réttarins,“ segir meðal annars í kæru Sam­skipa til á­frýjunar­nefndar.

Sam­skip segja ljóst að Sam­keppnis­eftir­litið hafi „farið of­fari“ í málinu og leitast við að finna fölskum kenningum grund­völl með því að gera ó­tengd at­vik grun­sam­leg.

Í síðustu viku var greint frá því að Sam­skip ætli einnig að krefjast bóta frá Eim­skips­mönnum fyrir rangar sakar­giftir en síðar­nefnda skipa­fé­lagið gerði sátt og játaði að hafa átt í sam­ráði við Sam­skip. Eim­skip fékk í kjöl­farið tölu­vert lægri sekt en líkt og Við­skipta­blaðið hefur fjallað um sakar Sam­skip for­ráða­menn Eim­skips um falska játningu í málinu.

„Í um­ræddri sátt viður­kenndi Eim­skip að hafa átt í ó­lög­mætu sam­starfi við á­frýjanda sem hafi einkum átt rætur að rekja til fundar sem haldinn hafi verið 6. júní 2008. Sáttinni, sem er afar rýr að efni til, er því lýst í nokkrum setningum í hverju um­rætt sam­ráð á að hafa falist, án þess þó að þar sé að finna nánari lýsingu á at­vikum,“ segir í kæru Sam­skipa en skipa­fé­lagið bendir einnig á að Eim­skip „lagði ekki fram nein ný gögn eða upp­lýsingar eða fram­burði ein­stak­linga sem stutt gætu við sam­særis­kenningar Sam­keppnis­eftir­litsins.“

Kröfðust þess að starfs­menn felldu á sig sök

Í kæru Sam­skipa segir að ef á­frýjunar­nefnd kemst að þeirri niður­stöðu, gegn væntingum skipa­fé­lagsins, að fé­lagið hafi ekki sinnt upp­lýsinga­skyldu sinni sam­kvæmt 19. gr. stjórn­sýslu­laga beri að lækka sektar­fjár­hæðina veru­lega enda sé hún án „for­dæma og úr öllu hófi.“

„[Sam­skip] hefur rök­stutt að kenning um víð­tækt sam­ráð er al­röng og að skýrslu­gjöf þriggja af fjórum starfs­manna á­frýjanda falli ein­fald­lega ekki undir á­kvæðið. Því til við­bótar var munn­leg upp­lýsinga­gjöf ekki röng, villandi eða ó­full­nægjandi,“ segir í kæru Sam­skipa.

„Þá voru upp­lýsinga­beiðnir Sam­keppnis­eftir­litsins svo al­mennar og víð­tækar, að þrátt fyrir að á­frýjandi hafi lagt gríðar­lega á­herslu á að vanda svör og saman­tekt upp­lýsinga, var ó­mögu­legt að verða við kröfum stofnunarinnar að öllu leyti. Beiðnirnar gengu langt út fyrir allt meðal­hóf og voru ó­skýrar, ekki síst í ljósi þess að sakar­efni málsins náði til allrar starf­semi á­frýjanda. Kröfur um saman­tekt og flokkun gagna sam­ræmdust ekki 19. gr. og lögðu ó­hóf­lega í­þyngjandi byrðar á á­frýjanda, einkum þar sem Sam­keppnis­eftir­litið bjó þegar yfir öllum gögnum á­frýjanda og full­komnum búnaði til að leita til­tekinna gagna,“ segir þar enn fremur.

Sam­skip segir eftir­litið hafa farið langt yfir sínar rann­sóknar­heimildir en í beiðnunum var jafn­framt krafist upp­lýsinga úr per­sónu­legum póst­hólfum og sam­fé­lags­miðlum, bæði nú­verandi og fyrr­verandi starfs­manna, án við­eig­andi laga­heimilda.

Þá krafðist Sam­keppnis­eftir­litið þess að starfs­menn skrifuðu undir skjal með skrif­legri yfir­lýsingu en eftir því sem Við­skipta­blaðið kemst næst er slíkt ekki venjan í rann­sóknum Sam­keppnis­eftir­litsins.

Í kærunni segir að með beiðnunum um að­gang að per­sónu­legum sam­skiptum starfs­manna fylgdi „kröfur um skrif­legar yfir­lýsingar og stað­festingar að við­lagðri refsi­á­byrgð starfs­manna var þess í raun krafist að starfs­menn felldu á sig sök, ef slík sök væri til staðar. Beiðnirnar brutu þannig gegn stjórnar­skrár­vörðum rétti ein­stak­linga til að fella ekki á sig sök.“

Í ljósi þessa telja Sam­skip að það séu engar for­sendur fyrir svo hárri sekt. Skipa­fé­lagið segir líka sér­stakt að „það liggja engar upp­lýsingar fyrir um fjár­hæð sektar Eim­skips vegna brota gegn 19. gr. en hún er ekki til­greind sér­stak­lega, heldur sögð hluti af heildar­fjár­hæðinni.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild sinni hér.