Alls bárust sjö um­sóknir um em­bætti vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika en for­sætis­ráðu­neytið aug­lýsti em­bættið laust til um­sóknar í byrjun apríl og rann um­sóknar­frestur út 30. apríl.

Bjarni Bene­dikts­son for­sætis­ráð­herra setti Arnór Sig­hvats­son tíma­bundið í em­bætti vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika en hann mun gegna stöðunni þar til skipað verður í em­bættið.

Um­sækj­endur um em­bættið eru:

  • Bryn­dís Ás­bjarnar­dóttir, for­stöðu­maður
  • Eggert Þröstur Þórarins­son, að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri
  • Gísli Óttars­son, fram­kvæmda­stjóri
  • Guð­rún John­sen, efna­hags­ráð­gjafi
  • Haukur C. Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóri
  • Lúð­vík Elías­son, for­stöðu­maður
  • Tómas Brynjólfs­son, skrif­stofu­stjóri

For­sætis­ráð­herra skipar í em­bættið til fimm ára að fenginni til­nefningu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra en vara­seðla­banka­stjóri á sæti í peninga­stefnu­nefnd, fjár­mála­stöðug­leika­nefnd og fjár­mála­eftir­lits­nefnd.

Þriggja manna hæfnis­nefnd sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skipar mun fara yfir um­sóknir og meta hæfni um­sækj­enda.

Einn nefndar­manna skal skipaður sam­kvæmt til­nefningu sam­starfs­nefndar há­skóla­stigsins, einn sam­kvæmt til­nefningu banka­ráðs Seðla­bankans en for­maður er skipaður án til­nefningar.