Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn sagði í morgun upp 11 starfsmönnum þvert á svið fyrirtækisins. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, staðfestir þetta í samtali við Viðskiptablaðið. Til að setja fjöldann í samhengi þá starfa tæplega 450 manns hjá samstæðu Sýnar.

Af þeim starfsmönnum sem var sagt störfuðu fimm hjá Vodafone, tveir á innviðasviði fyrirtækisins, þrír í nýsköpunarrekstri og einn á miðlunardeild.

Krefjandi ytri aðstæður, þar á meðal há vaxtabyrði, eru meginskýringin fyrir hagræðingaraðgerðum Sýnar að sögn Herdísar Drafnar, sem tók við forstjórastöðunni fyrr í mánuðinum.

Sýn tilkynnti síðast um hópuppsögn í nóvember 2022 samhliða skipulagsbreytingu á rekstri félagsins og aukinni áherslu á skilvirkni í rekstri, að því er sagði í kauphallartilkynningu á þeim tíma.