Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup telja 75,8% landsmanna villta íslenska laxastofninum stafa mikil eða frekar mikil hætta af laxeldi í opnum sjókvíum.

Niðurstöðurnar koma í kjölfar fregna af umhverfisslysi hjá Arctic Fish í Patreksfirði þar sem um áætlaðir 3500 frjóir 6-7 kg eldislaxar sluppu úr götóttri sjókví.

Í tilkynningu frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) segir að umfang umhverfisslyssins hafi hins vegar ekki orðið að fullu ljóst þegar spurt var. Aðeins 9% telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi af villta íslenska laxinum.

© Skjáskot (Skjáskot)

Fram kemur að 63,5% landsmanna kveðast nú neikvæðir í garð sjókvíaeldis en í febrúar 2021 var sú tala 33,2%. Í ágúst sama ár hafði talan hækkað um 55,6% og í febrúar síðastliðinn voru 61,4% neikvæð.

Einungis 14% landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Ef aðeins er litið til landsbyggðarinnar eru í dag 56% neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum.

Könnunin var unnin á tímabilinu 13.-25. september síðastliðinn.